Helgarkrossgáta Fréttatímans fellur niður í þetta sinn
28/12/12
Í Fréttatímanum í dag er vegleg heilsíðu myndagáta og fellur vikulega krossgátan niður í staðinn. Vonandi hafa öll ykkar sem af gátum hafa gaman ánægju af því að glíma við þessa myndagátu. Hún er verðlaunagáta og verður rétt lausn og vinningshafi tilkynnt næsta föstudag. Gleðilegt nýtt (krossgátu)ár.
Heilsíðu jólakrossgátan
27/12/12
Vonandi líkaði fólki að fá heilsíðu jólakrossgátu sem smá sárabót fyrir krossgátuna sem misprentaðist vikuna þar á undan. Hér kemur svo gátan ásamt lausn hennar. Svo verður smá áramótaglaðningur í nýjársblaðinu einnig.
Lausn síðustu helgarkrossgátu Fréttatímans komin á vefinn
20/12/12
Vegna tæknilegra mistaka við vinnslu Fréttatímans prentaðist krossgátan ekki almennilega síðasta föstudag og því var ekki hægt að leysa hana í blaðinu. Ég setti hana þá hér inn á vefinn og nú kemur lausnin. Í sárabót fyrir þessi mistök fær fólk með Fréttatímanum krossgátuglaðning á morgun sem ég ætla samt ekki að segja frá, leifa honum að koma á óvart.
Helgarkrossgáta Fréttatímans frá síðustu viku komin á vefinn, ásamt krossgátu dagsins
14/12/12
Vegna tæknilegra mistaka við vinnslu Fréttatímans prentaðist krossgátan ekki almennilega og því ekki hægt að leysa hana í blaðinu. Ég set hana því hér inn á netið ásamt gátu síðustu viku og lausn hennar.