Ný helgarkrossgáta með kaffinu
27/04/17
Búin að setja inn lausn á síðustu Fréttatíma Helgarkrossgátu með kaffinu og nýja gátu.
Nýjar Fréttatíma helgarkrossgátur með kaffinu
20/04/17
Fréttatíminn hefur ekki komið út undanfarið svo eðlilega hafa engar krossgátur frá mér verið birtar þar. En ég hef ekki hætt að semja þær.
Í anda þessa vefs að birta vikulega ókeypis krossgátu sem fólki er frjálst að prenta út sér að kostnaðarlausu, hef ég ákveðið að halda áfram að semja Fréttatíma krossgátuna. En til aðgreiningar frá þeim gátum sem þegar hafa birst í blaðinu í gegnum árin munu þær heita „Nýjar Fréttatíma helgarkrossgátur með kaffinu“. Þar set ég inn eina krossgátu í viku hverri og lausn hennar viku seinna ásamt nýrri gátu. Þar sem þessi vefur hefur vanalega verið uppfærður á fimmtudögum set ég þessar nýju krossgötur inn á vefinn á þeim vikudegi og þá fyrstu í dag.
Þetta fyrirkomulag mun ég viðhafa uns skýrist hvort Fréttatíminn mun aftur hefja göngu sína og þá með krossgátu frá mér eða hvort gátan flyst eitthvert annað. Þangað til vona ég að fólki líki þetta nýja fyrirkomulag og njóti þessara nýju krossgáta.
Gleðilegt krossgátusumar.
Í anda þessa vefs að birta vikulega ókeypis krossgátu sem fólki er frjálst að prenta út sér að kostnaðarlausu, hef ég ákveðið að halda áfram að semja Fréttatíma krossgátuna. En til aðgreiningar frá þeim gátum sem þegar hafa birst í blaðinu í gegnum árin munu þær heita „Nýjar Fréttatíma helgarkrossgátur með kaffinu“. Þar set ég inn eina krossgátu í viku hverri og lausn hennar viku seinna ásamt nýrri gátu. Þar sem þessi vefur hefur vanalega verið uppfærður á fimmtudögum set ég þessar nýju krossgötur inn á vefinn á þeim vikudegi og þá fyrstu í dag.
Þetta fyrirkomulag mun ég viðhafa uns skýrist hvort Fréttatíminn mun aftur hefja göngu sína og þá með krossgátu frá mér eða hvort gátan flyst eitthvert annað. Þangað til vona ég að fólki líki þetta nýja fyrirkomulag og njóti þessara nýju krossgáta.
Gleðilegt krossgátusumar.
Lausn á Fréttatíma krossgátunni frá síðustu viku komin á vefinn
13/04/17
Þar sem framtíð Fréttatímans er óljós mun ég ekki semja fleiri krossgátur í það blað eins og staðan er núna. Því munu ekki fleiri krossgátur úr þeirri áttinni verða byrtar á þessum vef uns útgáfumál blaðsins skýrist. Hvernig ég mun hátta þessum vef á næstunni er því óljóst en hugsanlega mun ég bæta hér inn öðrum krossgátum enda að semja krossgátur fyrir fleiri en Fréttatímann.
Krossgáta Fréttatímans komin á vefinn, þótt blaðið komi ekki út
08/04/17
Vegna erfiðleika í útgáfu Fréttatímans kom engin krossgáta í dag. Þess í stað set ég hana hér inn á vefinn svo fólk geti fengið sína vikulegu krossgátu þrátt fyrir erfiðleika blaðsins. En lausnina set ég ekki inn fyrr en eftir viku eins og venjulega.
Krossgáta Fréttatímans komin á vefinn
06/04/17
Krossgáta Fréttatímans ásamt lausn hennar komin á vefinn.