Meira kaffi
31/10/08
Mér tekst kanski bara að halda mig við föstudagana? Að minnsta kosti er ný helgarkrossgáta komin inn á vefinn með kaffinu (kaffið mitt er Haíti kaffi, bara svona smá að "plögga" fyrir gott fólk og gott kaffi .
Meira með kaffinu
12/10/08
Önnur helgarkrossgátan með nýju sniði er nú komin inn undir flipanum „Með kaffinu“. Þetta er svolítið seint, á Sunnudegi, en ég stefni að því að setja þær inn á Föstudögum í framtíðinni.
Með kaffinu
05/10/08
Fyrsta helgarkrossgátan með nýju sniði er nú komin inn undir flipanum „Með kaffinu“, enda krossgátur góðar í helgar rólegheitum með kaffi og með því. Njótið vel.
Ný helgarkrossgáta
03/10/08
Eins og við vorum búin að tilkynna áður mun Helgar krossgáta Fréttablaðsins hætta göngu sinni, í bili að minsta kosti. Margir hafa haft samband við okkur og kvatt okkur til þess að halda samt áfram að uppfæra þennan vef með gátum og höfum við ákveðið að verða við því.
Við ætlum því áfram að bjóða upp á ókeypis helgar krossgátu á þessum vef. Er hún aðeins með öðru sniði og hentugri til útprentunar af vefnum. Það er í A4 stærð, á hæðina og allar myndir skýrari í svart hvítri útprentun. Meira í forminu eins og dæmigerðar krossgátur í krossgátublöðum. Hún verður vikuleg ásamt lausn og kemur sú fyrsta inn á þennan vef nú um helgina.
Nú þegar eru 250 ókeypis krossgátur með lausnum á þessum vef og ekki í boði annarstaðar jafn margar endurgjaldslausar krossgátur okkur að vitandi. Við munum halda áfram að bæta í þennan sarp og vonum að fólki líki það jafn vel og hingað til.
Við ætlum því áfram að bjóða upp á ókeypis helgar krossgátu á þessum vef. Er hún aðeins með öðru sniði og hentugri til útprentunar af vefnum. Það er í A4 stærð, á hæðina og allar myndir skýrari í svart hvítri útprentun. Meira í forminu eins og dæmigerðar krossgátur í krossgátublöðum. Hún verður vikuleg ásamt lausn og kemur sú fyrsta inn á þennan vef nú um helgina.
Nú þegar eru 250 ókeypis krossgátur með lausnum á þessum vef og ekki í boði annarstaðar jafn margar endurgjaldslausar krossgátur okkur að vitandi. Við munum halda áfram að bæta í þennan sarp og vonum að fólki líki það jafn vel og hingað til.