logo-1

Rúmlega 400 ókeypis krossgátur

Það eru rúmlega 400 ókeypis krossgátur ásamt lausnum þeirra á þessum vef og ekki í boði annarstaðar jafnmargar endurgjaldslausar krossgátur á íslensku mér vitandi. 

Þótt allar þessar krossgátur séu endurgjaldslausar og hægt að hlaða þeim niður og prenta út, er fólk þó beðið um að virða þann höfundarrétt að aðeins nota þær til persónulegra nota en ekki í hagnaðarskyni.

Allar ábendingar og athugasemdir sendist með tengli á botni síðunnar sem á stendur „Hafa samband“.


.................................................................................................................

Að „svindla“ :)
Benda má á til skemmtunar að búið er að búa til íslenskan vef til að „svindla“ og auðvelda sér vinnuna við að leysa krossgátur og Scrabble. Hugi Þórðarson heitir sá sem þennan vef smíðaði og er hann á þessarri vefslóð hér Þarna getur fólk valið lengd orðs sem það er að glíma við og þá stafi sem þegar eru komnir og fengið uppgefin þau orð sem við passa. Vonandi getur þessi vefur nýst einhverjum og orðið öðrum til skemmtunar.

.................................................................................................................


CC BY-NC-ND 3.0 höfundarleyfi
„Attribution-Non Commercial-No Derivatives“