Lausn elleftu gátunnar komin inn á vefinn
21/12/10
Lausn elleftu gátunnar komin inn á vefinn og sú tólfta óleyst.
Tilraunir með gagnvirkar gátur
15/12/10
Hef sett inn nokkrar gagnvirkar krossgátur og Sudoku til prufu. Það er ekki víst að þær virki á öllum vöfrum og stýrikerfum og þætti mér vænt um ef fólk gæti sent mér línu á krossgatur@this.is ef eitthvað ekki virkar og sagt mér hvaða vafra og stýrikerfi viðkomandi sé að nota. Þessar gátur notast við Java, en ég mun skoða (vonandi hef ég tíma í það á næsta ári) að vinna þær í Flash, en það er heldur meiri vinna og þar sem þetta eru ókeypis gátur er ekki víst að ég leggi í þá vinnu. Vona að fólk hafi gaman af og gott ef ég fengi viðbrögð við þessari tilraun minni. Hvort sem fólk er ánægt eða ekkert virkar. Njótið heil.
Þekkt vandamál, á Makka virkar Java fínt í Safari, en illa og nær ekki í Firefox. Eftir eftirgrennslun mína komst ég að því að Firefox notar sína eigin Java vél, sem getur ekki höndlað þessar gátur almennilega, en Safari notar Java vélina sem kemur með stýrikerfinu og hún virkar fínt. Hef ekki fundið upplýsingar um að Firefox ætli að breyta þessu. En Það er ný útgáfa á leiðinni frá þeim og kannski verða þeir þá búnir að laga þetta. Ábendingar um aðra „bögga“ vel þegnir.
Þekkt vandamál, á Makka virkar Java fínt í Safari, en illa og nær ekki í Firefox. Eftir eftirgrennslun mína komst ég að því að Firefox notar sína eigin Java vél, sem getur ekki höndlað þessar gátur almennilega, en Safari notar Java vélina sem kemur með stýrikerfinu og hún virkar fínt. Hef ekki fundið upplýsingar um að Firefox ætli að breyta þessu. En Það er ný útgáfa á leiðinni frá þeim og kannski verða þeir þá búnir að laga þetta. Ábendingar um aðra „bögga“ vel þegnir.
Vefurinn uppfærður
11/12/10
Dagsetningar á Fréttatíma krossgátunum lagaðar, svo auðveldara sé að finna réttu gáturnar og lausnirnar við þeim.
Lausnin á níundu Fréttatíma krossgátunni
08/12/10
Lausnin á níundu gátunni komin á vefinn, ásamt gátu helgarinnar.