Lausn síðustu krossgátu Fréttatímans komin á vefinn sem jafnframt er sú þrjúhundruðasta
07/07/16
Við erum búin að setja síðustu krossgátu Fréttatímans og lausn hennar á vefinn. Það er þrjúhundruðasta krossgátan sem birst hefur eftir okkur í Fréttatímanum og vonum við að þið hafið notið þeirra og munið gera áfram. Þessi vefur er töluvert heimsóttur og mest í kringum hátíðir og frí. Það virðist því vera sem fólk prenti út gátur mest til að taka með sér í frí og vonum við að þessar 300 gátur komi sér vel þegar í fríið er farið.