Mistök í lausnarorði Birtu gátu
21/08/06
Í Birtu krossgátunni þann 4. ágúst urðu þau mistök að tveir stafir í lausnarorðinu fengu sama númer. Lausnarorðið var Gísli, en mögulegt var að lesa út úr því Gílsi, þar sem talan 3 var tvítekin. Af inn sendum skeytum má sjá að þetta flæktist ekki fyrir fólki, svo augljóst var þetta, en beðist er velvirðingar á mistökunum.