ágú 2006

Mistök í lausnarorði Birtu gátu

Í Birtu krossgátunni þann 4. ágúst urðu þau mistök að tveir stafir í lausnarorðinu fengu sama númer. Lausnarorðið var Gísli, en mögulegt var að lesa út úr því Gílsi, þar sem talan 3 var tvítekin. Af inn sendum skeytum má sjá að þetta flæktist ekki fyrir fólki, svo augljóst var þetta, en beðist er velvirðingar á mistökunum.

Hér og Nú krossgáturnar

Krossgátan sem verið hefur í Hér og nú hefur lokið göngu sinni. Við tekur stærri og viðameiri krossgáta, sem við vonumst til að falli fólki í geð.

Töf á innsetningu krossgáta

Töf er á innsetningu krossgáta og krossgátu lausna sökum veikinda. Vonast ég til að geta sett þær inn um næstu helgi, og þá gátur síðustu tveggja vikna.